Hoppa yfir valmynd
9. maí 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr fornleifasjóði

Stjórn Fornleifasjóðs hefur nýlega lokið úthlutun úr sjóðnum. Er það í fyrsta skipti sem úthlutað er úr Fornleifasjóði, sem stofnaður var með lögum árið 2001.

Stjórn Fornleifasjóðs hefur nýlega lokið úthlutun úr sjóðnum. Er það í fyrsta skipti sem úthlutað er úr Fornleifasjóði, sem stofnaður var með lögum árið 2001 (þjóðminjalög nr. 107/2001). Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum.
Sjóðurinn hefur rúmlega 5 milljónir króna til úthlutunar á yfirstandandi ári og bárust að þessu sinni 40 umsóknir um styrki að upphæð rúmlega 35 milljónir.
Ákveðið var að veita 6 styrki til eftirtalinna aðila:

Orri Vésteinsson lektor við Háskóla Íslands kr. 240.000:
Kirkjur og bænhús í samfélagi miðalda .Fornleifaskráning og grunnrannsókn.

Fornleifastofnun Íslands/ Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Orri Vésteinsson kr. 200.000:
Fornleifaskráning í Króksdal

Hólaskóli, Þjóðminjasafn Íslands og Byggðasafnið í Glaumbæ /Ragnheiður Traustadóttir kr. 1.500.000:
Kolbeinsárós, höfn og verslunarstaður á miðöldum. Uppgröftur og neðansjávarrannsóknir.

Minjasafnið á Egilsstöðum kr. 150.000: Viðgerð á Þórisárkumlinu.

Skeggjastaðakirkja í Bakkafirði kr. 60.000: Aldursgreining mannabeina í Skeggjastaðakirkjugarði.

Ísafjarðarbær kr. 1.000.000: Eyrarbær, Skutulsfjarðareyri, Ísafirði .Frumkönnun vegna fornleifarannsókna.

Seinni úthlutun úr sjóðnum árið 2003 verður eftir 18. ágúst n.k.

9. maí 2003



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta