Hoppa yfir valmynd
16. maí 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Fréttapistill vikunnar 10. - 16. maí 2003

Fréttapistill vikunnar
10. - 16. maí 2003



Sameining sérgreina lofuð

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, gerði sameiningu sérgreina á Landspítala - háskólasjúkrahúsi að umtalsefni á ársfundi spítalans í dag. Hann sagði að sameiningin væri stærsta viðfangsefnið, og ein flóknasta skipulagsbreyting á starfsumhverfi stofnunar sem verið er að gera hér á landi. "Við fylgjumst með sameiningum hjá mörgum stofnunum og fyrirtækjum, en þetta verkefni hér á sjúkrahúsinu hefur algera sérstöðu, þar sem hin viðkvæma starfsemi verður að halda áfram af fullum krafti meðan breytingarnar ganga yfir. Það þurfa því allir leggjast á árarnar. Þetta hefur verið gert hér og get ég ekki látið hjá líða að þakka starfsmönnum enn og aftur fyrir störf sín að þessu verkefni."
Ræða ráðherra (talað orð gildir)... (pdf. skjal)

Samráð og samvinna
Landsþing Landssambands eldri borgara stendur yfir í Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jón Kristjánsson, ávarpaði þingið í upphafi og gerði að umtalsefni samskipti eldri borgara og stjórnvalda í nútíð og lýsti vilja sínum til samstarfs í framtíðinni.
Ræða ráðherra (talað orð gildir)... (pdf. skjal)

Ársfundur Landspítala
Ársfundur Landspítala - háskólasjúkrahúss var haldinn í nýja fyrirlestrasalnum við barnaspítalann fimmtudaginn 15. maí 2003. Var ársfundurinn sendur út í beinni útsendingu á tjaldi á þremur stöðum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, í anddyri og kennslustofu barnaspítalans og blásölum í Fossvogi. Hann var einnig sýndur beint á upplýsingavef LSH, bæði hljóð og mynd. en nauðsynlegt er að hafa heyrnartæki eða hátalara við tölvuna til að heyra hljóðið.
Ársskýrsla LSH 2002...(pdf. skjal)
Nýr spítali í mótun - fylgirit ársskýrslu 2002... (pdf. skjal)

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
16. maí 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta