Prófdagar í samræmdu stúdentsprófi í íslensku á árinu 2004
Til skólameistara framhaldsskóla
og skólanefnda
Efni: Prófdagar í samræmdu stúdentsprófi í íslensku á árinu 2004.
Vorönn 2004: mánudagur 3. maí, kl. 9.00-12.00.
Haustönn 2004: fimmtudagur 2. desember, kl. 9.00-12.00.
Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum nr. 196/2003, sbr. lög um framhaldsskóla nr. 80/1996, hefur verið birt í Stjórnartíðindum, sbr. bréf menntamálaráðherra til skólanefnda og skólameistara dags. 24. mars sl. Samkvæmt reglugerðinni skulu haldin samræmd stúdentspróf í íslensku í maí og desember 2004. Nemendum sem útskrifast með stúdentspróf í lok vor- eða haustannar 2004 er ekki skylt að þreyta samræmt stúdentspróf í íslensku. Nemendum sem útskrifast eftir árið 2004 er skylt að þreyta samræmd stúdentspróf í tveimur námsgreinum.
Í maí 2005 verða í fyrsta skipti haldin samræmd stúdentspróf í þremur námsgreinum, þ.e. íslensku, ensku og stærðfræði og geta nemendur þá valið tvær námsgreinar af þremur.
Ákvörðun um prófdaga samræmds stúdentsprófs í íslensku á árinu 2004 er tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófsins. Auk þess var leitað álits formanns Félags framhaldsskóla. Námsmatstofnun sendir á haustmisseri 2003 nánari leiðbeiningar til framhaldsskóla um uppbyggingu og framkvæmd prófanna.
Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum nr. 196/2003 má nálgast á vefsíðu menntamálaráðuneytisins. Slóðin er menntamalaraduneyti.is.
(Maí 2003)