Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin lögð af stað til Alsír
Nr. 053
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er lögð af stað til Alsír til aðstoðar við leitar- og björgunarstörf í kjölfar jarðskjálftanna á miðvikudag. Utanríkisráðuneytið bauð fram aðstoð sveitarinnar í gær og barst beiðni frá sendiráði Alsír kl. 10.00 í morgun. Lagði 17 manna sveit af stað til Alsír kl. 16.00. Alþjóðasveitin er á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar og fer á vettvang á vegum hennar.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. maí 2003