Hoppa yfir valmynd
23. maí 2003 Dómsmálaráðuneytið

Nýr dóms- og kirkjumálaráðherra

Nýr dóms- og kirkjumálaráðherra



Ráðherraskipti í dóms- og kirkjumálaráðuneytinuÍ dag tók Björn Bjarnason við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra af Sólveigu Pétursdóttur. Um eftirmiðdaginn bauð starfsfólk ráðuneytisins hann velkominn og kvaddi um leið Sólveigu Pétursdóttur. Sóveig þakkaði starfsfólki ráðuneytisins kærlega samstarfið undanfarin ár og Stefán Eiríksson staðgengill ráðuneytisstjóra þakkaði Sólveigu í stuttri tölu fyrir gott samstarf á liðnum árum. Þá sagði nýr dóms- og kirkjumálaráðherra nokkur orð og minntist fyrri tíma þegar faðir hans var dóms- og kirkjumálaráðherra. Stefán Eiríksson færði loks fyrrverandi ráðherra, Ingva Hrafni Óskarssyni aðstoðarmanni hennar og nýjum ráðherra blómvendi í tilefni dagsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta