Ríkisstjórnarskipti
23. maí 2003
Frétt nr.: 9/2003
Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag féllst forseti Íslands á tillögu forsætisráðherra um að veita þriðja ráðuneyti hans lausn frá störfum.
Þá féllst forseti Íslands á tillögu Davíðs Oddssonar alþingismanns um skipun fjórða ráðuneytis hans og gaf út svofelldan úrskurð um skiptingu starfa ráðherra:
"Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga og reglugerðar um Stjórnarráð Íslands, er störfum þannig skipt með ráðherrum:
Davíð Oddsson fer með forsætisráðuneytið og Hagstofu Íslands.
Halldór Ásgrímsson fer með utanríkisráðuneytið.
Árni Magnússon fer með félagsmálaráðuneytið.
Árni M. Mathiesen fer með sjávarútvegsráðuneytið.
Björn Bjarnason fer með dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Geir Hilmar Haarde fer með fjármálaráðuneytið.
Guðni Ágústsson fer með landbúnaðarráðuneytið.
Jón Kristjánsson fer með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
Siv Friðleifsdóttir fer með umhverfisráðuneytið.
Sturla Böðvarsson fer með samgönguráðuneytið.
Tómas Ingi Olrich fer með menntamálaráðuneytið.
Valgerður Sverrisdóttir fer með iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðuneytið.
Með úrskurði þessum falla úr gildi eldri ákvæði um skiptingu starfa ráðherra."
Ríkisráðsritari, 23. maí 2003.