Hoppa yfir valmynd
23. maí 2003 Innviðaráðuneytið

Skipað í embætti ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytis

Samgönguráðherra hefur skipað Ragnhildi Hjaltadóttur í embætti ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins frá og með 1. júní nk. Tekur hún við af Halldóri S. Kristjánssyni, sem hefur verið staðgengill Jóns Birgis Jónssonar ráðuneytisstjóra frá áramótum.

Ragnhildur er fædd í Reykjavík árið 1953 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1973. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 1979 og stundaði framhaldsnám í alþjóðarétti við Institut Internationales de Haute Études í Genf á árunum 1979 til 1981. Hún varð héraðsdómslögmaður árið 1985.

Ragnhildur gegndi lögmannsstörfum áður en hún varð fulltrúi í samgönguráðuneytinu 1983, deildarstjóri í sama ráðuneyti 1984 og 1988 varð hún skrifstofustjóri ráðuneytisins. Ragnhildur hefur gegnt mörgum tímabundnum nefndarstörfum.

Ragnhildur á tvær dætur, 17 og 7 ára.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta