Hoppa yfir valmynd
28. maí 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vakin athygli á Evrópskum tungumáladegi 26. september 2003


Til leik-, grunn-, framhalds-,háskóla og annarra hagsmunaaðila

Í framhaldi af Evrópsku tungumálaári 2001 ákvað Evrópuráðið að halda Evrópskan tungumáladag hátíðlegan 26. september ár hvert. Evrópuráðið hvetur aðildarlönd til þátttöku en leggur áherslu á að framkvæmd taki mið af aðstæðum í hverju landi. Dagsins var minnst með ýmsum hætti í Evrópulöndum á síðastliðnu ári, þ.m.t. á Íslandi.

Markmið með Evrópska tungumáladeginum er að:

  • vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fjölbreytts tungumálanáms til að auka fjöltyngi og skilning á ólíkri menningu þjóða
  • stuðla að því að viðhalda fjölbreytileika tungumála og menningar í Evrópu
  • hvetja til símenntunar í tungumálum bæði innan skólakerfisins og utan þess.

Menntamálaráðuneytið hvetur skóla, aðrar fræðslustofnanir og hagsmunasamtök til að vekja með einhverjum hætti athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og símenntunar í tungumálum á Evrópskum tungumáladegi 26. september næstkomandi. Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins (http://menntamalaraduneyti.is/mrn/mrn.nsf/pages/Althjodlegt) má finna ýmsar hugmyndir að aðgerðum á tungumáladeginum frá Evrópsku tungumálaári 2001. Jafnframt er bent á sérstaka heimasíðu Evrópuráðsins sem innan skamms verður opnuð. Þar verður m.a. hægt að finna dæmi um áhugaverð verkefni og aðgerðir. Slóðin er: www.coe.int/EDL.

Í menntamálaráðuneytinu má nálgast íslenska útgáfu veggspjalds sem Evrópuráðið hefur látið hanna í tilefni tungumáladagsins.

Menntamálaráðuneytið væntir þess að Evrópskur tungumáladagur 26. september ár hvert hafi jákvæð áhrif á tungumálanám og tungumálakennslu í skólum og verði einstaklingum hvatning til símenntunar í tungumálum.


(Maí 2003)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta