Dóms- og kirkjumálaráðherra ræður aðstoðarmann
Dóms- og kirkjumálaráðherra ræður aðstoðarmann
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra hefur ráðið Þorstein Davíðsson, lögfræðing sem aðstoðarmann. Þorsteinn lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1999 og hefur starfað sem aðstoðarmaður héraðsdómara í Reykjavík. Þorsteinn, sem er sonur Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen, tekur til starfa í ráðuneytinu í vikunni. Ingvi Hrafn Óskarsson aðstoðarmaður Sólveigar Pétursdóttur lét af störfum um leið og hún lét af embætti.