Fundir um ný hafnalög
Samgönguráðuneytið boðar til kynningarfunda um ný hafnalög og fleira sem tengist hafnamálefnum.
Fundirnir eru einkum ætlaðir stjórnendum hafna og fulltrúum í hafnastjórnum. Á fundunum munu halda erindi fulltrúar frá samgönguráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Siglingastofnun Íslands og Hafnasambandi sveitarfélaga. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, verður fundarstjóri á öllum fundunum.
Fundirnir eru þessir:
Föstudagur 6. júní kl. 10:00-13:30 Safnaðarheimilið á Reyðarfirði.
Þriðjudagur 10. júní kl. 10:00-13:30 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Miðvikudagur 11. júní kl. 13:00-15:30 Samband svetiarfélaga á Háaleitibraut 11, Reykjavík.
Föstudagur 13. júní kl. 13:00-15:30 Hótel Kea, Akureyri.