Hoppa yfir valmynd
3. júní 2003 Innviðaráðuneytið

Fundir um ný hafnalög

Samgönguráðuneytið boðar til kynningarfunda um ný hafnalög og fleira sem tengist hafnamálefnum.

Fundirnir eru einkum ætlaðir stjórnendum hafna og fulltrúum í hafnastjórnum. Á fundunum munu halda erindi fulltrúar frá samgönguráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Siglingastofnun Íslands og Hafnasambandi sveitarfélaga. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, verður fundarstjóri á öllum fundunum.

Fundirnir eru þessir:

Föstudagur 6. júní kl. 10:00-13:30 Safnaðarheimilið á Reyðarfirði.
Þriðjudagur 10. júní kl. 10:00-13:30 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Miðvikudagur 11. júní kl. 13:00-15:30 Samband svetiarfélaga á Háaleitibraut 11, Reykjavík.
Föstudagur 13. júní kl. 13:00-15:30 Hótel Kea, Akureyri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta