Hoppa yfir valmynd
3. júní 2003 Utanríkisráðuneytið

Tilnefning í stjórn Alþjóðabankans

Nr. 057

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðherra hefur tilnefnt Þorstein Ingólfsson, sendiherra, í stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðabankans. Jafnframt verður Þorsteinn yfirmaður skrifstofu landanna í höfuðstöðvum Alþjóðabankans í Washington DC. Þorsteinn gegnir nú starfi fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.

Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja er komið að Íslandi að tilnefna aðalfulltrúa í stjórn bankans og yfirmann skrifstofunnar til næstu þriggja ára frá og með 1. október n.k.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 3. júní 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta