Tilnefning í stjórn Alþjóðabankans
Nr. 057
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Utanríkisráðherra hefur tilnefnt Þorstein Ingólfsson, sendiherra, í stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðabankans. Jafnframt verður Þorsteinn yfirmaður skrifstofu landanna í höfuðstöðvum Alþjóðabankans í Washington DC. Þorsteinn gegnir nú starfi fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.
Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja er komið að Íslandi að tilnefna aðalfulltrúa í stjórn bankans og yfirmann skrifstofunnar til næstu þriggja ára frá og með 1. október n.k.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 3. júní 2003