Hoppa yfir valmynd
3. júní 2003 Matvælaráðuneytið

Úthlutun aflaheimilda til tilrauna í áframeldi.

Úthlutun aflaheimilda til tilrauna í áframeldi



Samkvæmt bráðabirgðaákvæði nr. XXXI í lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, hefur sjávarútvegsráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 tonnum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski.

Sjávarútvegsráðherra úthlutaði slíkum aflaheimildum í fyrsta sinn fyrir einu ári síðan. Undirbúningur úthlutunarinnar er nú í höndum nýstofnaðs AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi sem hefur skilað tillögum um ráðstöfun aflaheimildanna til sjávarútvegsráðherra. Ráðherra hefur ákveðið að úthlutun á fiskveiðiárinu 2002/2003 verði í samræmi við framkomnar tillögur.

Eftirlit með ráðstöfun aflaheimildanna er á hendi Hafrannsóknastofnunarinnar hvað rannsóknaþáttinn varðar en Fiskistofu hvað varðar föngun fisksins og framkvæmd eldis.

Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað aflamarki:





Sjávarútvegsráðuneytinu 3. júní 2003.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta