Hoppa yfir valmynd
11. júní 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Áhugi grunnskóla á þátttöku í verkefninu Gegn einelti - kerfi Dan Olweusar

Til grunnskóla,
sveitarfélaga
og skólaskrifstofa





Menntamálaráðuneytið vill með bréfi þessu kanna áhuga skóla á þátttöku í Olweusarverkefninu Gegn einelti. Árið 2002 var verkefninu hleypt af stokkunum í 43 grunnskólum og lýkur því vorið 2004. Stefnt er að því að um 40 grunnskólar til viðbótar geti formlega hafið þátttöku haustið 2004.

Olweusarverkefnið er unnið í samstarfi menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla. Að auki er Kennaraháskóli Íslands stuðningsaðili. Markmiðið er að styrkja og fræða skólasamfélagið eftir Olweusarkerfinu til að geta betur komið í veg fyrir og tekist á við einelti. Verkefnið felst fyrst og fremst í að aðstoða skóla við að byggja upp viðvarandi kerfi gegn einelti með markvissri fræðslu og samvinnu í öllu skólasamfélaginu. Verkefnið er skilgreint sem símenntun og nær það til allra starfsmanna skóla í tvö skólaár.

Þeir skólar sem hafa áhuga á að taka þátt í Olweusarverkefninu skólaárin 2004 – 2006 eru vinsamlegast beðnir að staðfesta þann áhuga í tölvupósti á neðangreind netföng. Komi í ljós nægur áhugi verður auglýst eftir þátttökuskólum í ágúst 2003, en þeir hefja formlega vinnu haustið 2004. Nánari upplýsingar veitir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi. Ýmsar upplýsingar sem tengjast eineltismálum eru aðgengilegar á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is.


Menntamálaráðuneytið, 11. 6.2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta