Hoppa yfir valmynd
11. júní 2003 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Finnlandi

Nr. 058

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í dag var haldinn Utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsráðsins í Pori í Finnlandi en Finnar gegna nú formennsku í ráðinu. Ráðherrarnir ræddu m.a. stöðu Eystrasaltsráðsins í ljósi stækkunar Evrópusambandsins á næsta ári einkum með hliðsjón af samskiptunum við Rússland, sem er eitt af 12 aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kvað ný tækifæri blasa við löndunum á svæðinu eftir að Eystrasaltsríkin þrjú og Pólland gengju í Evrópusambandið. Jafnframt lagði hann áherslu á aukið og náið samstarf við Rússland, einkum norð-vestur hluta Rússlands og Kaliningrad héraðið, sem verður umlukið Evrópusambandsríkjum eftir stækkunina. Utanríkisráðherra vék einnig að ólöglegum flutningi á fólki, einkum konum og börnum, sem er aukið vandamál á svæðinu, en þau mál voru einnig á dagskrá fundarins. Lagði hann áherslu á að slík mál hefðu forgang og að tekið yrði á þeim af festu á vettvangi Eystrasaltsráðsins.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. júní 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta