Hoppa yfir valmynd
13. júní 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um kennslu í stærðfræði 24. og 25. október 2003

Til þeirra er málið varðar



Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að standa fyrir málþingi um kennslu í stærðfræði 24. og 25. október nk. í samvinnu við Íslenska stærðfræðafélagið, Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands stærðfræðiskor, Flöt samtök stærðfræðikennara og Félag raungreinakennara.
Aðalfyrirlesari verður Mogens Niss, prófessor í Hróarskeldu sem mun m.a. fjalla um mat á námi í stærðfræði en auk þess mun verða fjallað um nýlegar námskrár í stærðfræði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla.
Ráðuneytið vekur hér með athygli á tímasetningu málþingsins og hvetur sem flesta stærðfræðikennara til að taka þátt í málþinginu.
Dagskrá málþingsins ásamt nánari upplýsingum verður send síðar.
Nánari upplýsingar má fá á vef ráðuneytisins menntamalaraduneyti.is undir málþing og ráðstefnur.


Menntamálaráðuneytið 13. júní 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum