Hoppa yfir valmynd
16. júní 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Breyting á dagsetningum samræmdra prófa vorið 2004

Til skólastjóra og
skólanefnda grunnskóla


Menntamálaráðuneytið vísar til bréfs ráðuneytisins til skólastjóra grunnskóla og skólanefnda frá 12. mars sl. þar sem tilkynnt var um prófgreinar og prófdaga í samræmdum lokaprófum í 10. bekk grunnskóla 2004. Ákvörðun um prófdaga samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2004 var tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna.

Í ljósi athugasemda sem borist hafa hefur ráðuneytið ákveðið eftirfarandi breytingar: Próf í samfélagsfræði verði 6. maí í stað 5. maí áður.

Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2004 verða sem hér segir:

Íslenska mánudagur 3. maí kl. 9.00-12.00
Enska þriðjudagur 4. maí kl. 9.00-12.00
Samfélagsgreinar fimmtudagur 6. maí kl. 9.00-12.00
Danska föstudagur 7. maí kl. 9.00-12.00
Náttúrufræði mánudagur 10. maí kl. 9.00-12.00
Stærðfræði þriðjudagur 11. maí kl. 9.00-12.00

Að gefnu tilefni skal tekið fram að samræmd lokapróf eru valfrjáls fyrir nemendur, sbr. 1. og 2. gr. reglugerðar nr. 414/2000.

Menntamálaráðuneytið, 16. júní 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum