Hoppa yfir valmynd
18. júní 2003 Matvælaráðuneytið

Styrkveitingar á vegum AVS rannsóknasjóðs.

18. júní 2003.

Fréttatilkynning

Þann 1. apríl sl. birtist í Mbl. auglýsing á vegum AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi um styrkveitingar til verkefna í fiskeldi og rann umsóknafrestur út 15. apríl sl. Um 70 umsóknir bárust og fól sjóðsstjórn AVS fiskeldishópi rannsóknasjóðsins að yfirfara og meta umsóknir. Stjórn rannsóknasjóðsins gerði að því loknu tillögur til sjávarútvegsráðherra um úthlutun styrkja til einstakra verkefna.

Sjávarútvegsráðherra hefur nú á grundvelli tillagna stjórnar AVS rannsóknasjóðs úthlutað styrkjum til einstakra verkefna og hlutu eftirtaldir aðilar styrk:



Auk þess hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að veita 4,0 m.kr. til fiskeldishóps AVS til þess að standa straum af kostnaði við stefnumótunarvinnu um framgang fiskeldis, heimasíðu og upplýsingabanka og kostnaði af útgáfustarfsemi.

Sjávarútvegsráðuneytið.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum