Hoppa yfir valmynd
19. júní 2003 Innviðaráðuneytið

Safnahúsið Eyratúni á Ísafirði opnað

Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði hefur fengið nýtt hlutverk en á þjóðhátíðardaginn var opnað nýtt safnahús Ísfirðinga sem ber heitið Safnahúsið Eyratúni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði húsið formlega að viðstöddu fjölmenni.

Í húsinu er bókasafn, héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn. Einnig eru þar tvær minningarstofur, Vilmundarstofa til minningar um Vilmund Jónsson fyrrv. landlækni og Haglínsstofa til minningar um Guðmund Gíslason Hagalín rithöfund. Í sumar verður Kristján Magnússon listmálari með sýningu á verkum sínum í listasafni safnhússins.



Safnahusið Eyratúni opnað

 

                                          HS/bb.is






                                Hafa samband

                                Ábending / fyrirspurn
                                Ruslvörn
                                Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum