Hoppa yfir valmynd
20. júní 2003 Utanríkisráðuneytið

Norður-Víkingur 2003

Nr. 062

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Heræfing varnarliðsins Norður-Víkingur 2003 verður haldin hér á landi 22. - 25. júní n.k. í samræmi við bókun við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Vegna röskunar af völdum átakanna í Írak verður æfingin að þessu sinni svonefnd stjórnstöðvaræfing og felur ekki í sér flutning á eiginlegu herliði til landsins heldur samhæfingu íslenskra og bandarískra samstarfsaðila í stjórnstöðvum á varnarsvæðum.

Í Norður-Víking 2003 verður megináhersla lögð á viðbúnað og aðgerðir vegna hryðjuverkaógnar af sjó og úr lofti. Auk varnarliðsins taka þátt í æfingunni fulltrúar varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli, Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20. júní 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta