Samkomulag Íslendinga og Norðmanna um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2003
Nr. 063
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Samkomulag hefur náðst um lausn í deilu Íslands og Noregs um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum fyrir árið 2003. Samkomulagið felur í sér skipti á íslenskum veiðiheimildum gegn samsvarandi aðgangi Íslands að fiskveiðilögsögu Noregs. Samninganefndir ríkjanna vinna sem stendur að útfærslu samkomulagsins í Osló.
Samkomulagið náðist á fundi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, á fundi með Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, í Kristiansand í Noregi í morgun.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 26. júní 2003