Samkomulag um veiðar á norsk-íslensku síldinni fyrir árið 2003
Nr. 065
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Í kjölfar samkomulags utanríkisráðherra Íslands og Noregs í morgun um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum, undirrituðu formenn samninganefnda ríkjanna, Gunnar Pálsson, sendiherra, og Johán H. Williams, skrifstofustjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu, skriflegt samkomulag um veiðarnar fyrir árið 2003 nú síðdegis.
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að hlutur Íslands í veiðunum verði óbreyttur frá fyrra ári eða 15,54 %, en það samsvarar 110.334 tonnum. Jafnframt felst Ísland á að láta 1% af leyfilegum heildarkvóta eða 7.100 tonn í skiptum fyrir aðgang Íslands að norsku efnahagslögsögunni til að veiða 12.000 tonn af síld.
Samkomulagið fylgir hjálagt.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 26. júní 2003