Hoppa yfir valmynd
30. júní 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ferð umhverfisráðherra um Hérað og afhending Bláfánans í Borgarfirði eystra.


Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, er þessa dagana á ferð um Norðurland eystra, Austurland og Suð-Austurland. Tilgangurinn með ferðinni er að skoða u.þ.b. helming þeirra 77 svæða sem tilgreind eru í drögum að náttúruverndaráætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í haust.

Í dag skoðar umhverfisráðherra svæði á Héraði. Sjá nánar www.siv.is.

Klukkan 15:00 í dag mun umhverfisráðherra afhenda oddvita sveitarstjórnar í Borgarfirði eystra Bláfánann f.h. Landverndar. Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í bátahöfninni í Borgarfirði eystra hefur verið unnið að ýmsum endurbótum til að koma til móts við kröfur Bláfánans. Þar er einnig sérstök aðstaða til fuglaskoðunar sem er einstök hér á landi.

Nánari upplýsingar veitir Siv Friðleifsdóttir í síma 892 7646/854 6718 eða oddviti sveitarstjórnar í Borgarfirði eystra, Kristjana Björnsdóttir í síma 893 5211/472 9914.

Fréttatilkynning nr. 22/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta