Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2003 Matvælaráðuneytið

Sumarfundur matvælaráðherra Norðurlanda.

2. júlí 2003.


FRÉTTATILKYNNING
UM SUMARFUND MATVÆLARÁÐHERRA NORÐURLANDA

Matvælaráðherrar Norðurlanda komu saman til árlegs sumarfundar síns daganna 24. til 26. júní sl. Fundurinn fór fram í Kalmar í Svíþjóð og sat Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra fundinn að Íslands hálfu. Yfirskrift fundarins var; siðferði (etik), gildi og réttindi. Umfjöllunarefni fundarins féllu enda vel að yfirskriftinni en m.a. fjallað var um svokallaða siðferðilega (etiska) vottun matvæla en þar undir fellur m.a. vottun fiskafurða m.t.t. sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlindarinnar en á það höfum við Íslendingar lagt áherslu á alþjóðlegum vettvangi. Þá var fjallað um rannsóknasamstarf innan geiranna á Norðurlöndunum, hvernig eignarhaldi á erfðaauðlindum væri háttað og matvælaöryggi. Fleiri efni voru tekin til umfjöllunar, s.s. samstarf við Eystrasaltsríkin.

Áður en ráðherrafundurinn hófst var haldinn almennur fundur ráðherranna með fulltrúum úr atvinnugreinunum. Árni M. Mathiesen tók fiskveiðistjórnun þar til sérstakrar umfjöllunar og lagði áherslu á mikilvægi hlutlægrar og öfgalausrar umfjöllunar um þennan mikilvæga málaflokk.


Sjávarútvegsráðuneytið.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum