Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameining sveitarfélaga

Félagsmálaráðuneytið staðfesti þann 2. júlí sl. sameiningu tveggja sveitarfélaga í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði. Sveitarfélögin sem sameinuðust eru Búðahreppur og Stöðvarhreppur en íbúar beggja sveitarfélaganna samþykktu sameininguna í atkvæðagreiðslu sem fram fór hinn 10. maí sl.

Sameiningin tekur gildi 1. október 2003 en ný sveitarstjórn verður kjörin 20. september nk. Sjö fulltrúar munu eiga sæti í sveitarstjórninni. Gert er ráð fyrir því að kosið verði um nafn hins nýja sveitarfélags á grundvelli tillagna nefndar sem sveitarstjórnirnar skipa sameiginlega. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var íbúafjöldi Búðahrepps 569 hinn 1. desember 2002 en íbúafjöldi Stöðvarhrepps var á sama tíma 276.

Við sameininguna fækkar sveitarfélögum á landinu um eitt og verða þau þá 104 talsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta