Fundur evrópskra ráðherra um rafræna stjórnsýslu - eGovernment 2003.
Dagana 7.-8. júlí gekkst Evrópusambandið fyrir ráðherrafundi og ráðstefnu um rafræna stjórnsýslu (eGovernment) í Como á Ítalíu. Fundurinn var að frumkvæði Ítalíu sem nú fer með formennsku í ESB og var EFTA ríkjunum og umsóknarlöndunum boðin þátttaka. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd.