Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2003 Matvælaráðuneytið

Samningur um stjórn veiða úr loðnustofninum milli Íslands, Grænlands og Noregs

Í gær, þriðjudaginn 8. júlí 2003, var gengið frá samningi um stjórn veiða úr loðnustofninum milli Íslands, Grænlands og Noregs, en Ísland sagði á haustdögum upp samningi landanna frá 1998.

Í samningnum felst að hlutdeild landanna helst óbreytt frá fyrri samningi, þannig hefur Ísland 81%, Grænland 11% og Noregur 8% af leyfilegum heildarafla. Ákvörðun heildarafla er sem fyrr í höndum íslenskra stjórnvalda, enda verði hún byggð á ráðgjöf fiskifræðinga eins og kostur er. Jafnframt var gengið frá tvíhliða samningum milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Noregs hins vegar um gagnkvæmar heimildir til aðgangs til veiða innan lögsagna landanna.

Samningurinn gildir til eins árs og framlengist sjálfkrafa um ár í senn nema honum sé sagt upp með a.m.k. sex mánaða fyrirvara.

Sjávarútvegsráðuneytið
9. júlí 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum