Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2003 Innviðaráðuneytið

Endurskoðun stefnunnar um upplýsingasamfélagið

Nú við upphaf nýs kjörtímabils hefur ríkisstjórnin ákveðið að endurskoða stefnuna um upplýsingasamfélagið sem er frá árinu 1996 og móta framtíðarsýn í málaflokknum sem m.a. tekur mið af nýjum stjórnarsáttmála og alþjóðlegum straumum.

Stefnumótunin hófst í ágústmánuði og stefnt er að því að ljúka starfinu fyrir árslok 2003.

Skipuð hefur verið 5 manna stefnumótunarnefnd sem í sitja Ásdís Halla Bragadóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Svava Garðarsdóttir, Þór Sigfússon og Guðbjörg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneyti sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Nefndin mun leggja fram frumtillögur að endurskoðaðri stefnu og ganga frá endanlegri tillögu til ríkisstjórnar.

Nú er verið að koma á fót samráðshópi sem fjallar um tillögur stefnumótunarnefndarinnar og gerir tillögur um viðbætur og/eða breytingar á þeim. Óskað hefur verið eftir tilnefningum frá eftirtöldum aðilum í samráðshópinn: Samtökum atvinnulífsins, ASÍ, BSRB, BHM, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, Skýrslutæknifélaginu, Verslunarráði, Staðlaráði, Félagi tölvunarfræðinga, Blaðamannafélagi Íslands, Neytendasamtökunum, fjármálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti. Verkefnisstjóri upplýsingamála í forsætisráðuneyti mun leiða vinnu samráðshópsins.

Annar samráðshópur mun einnig koma að stefnumótunarvinnunni. Það er Samráðsnefnd í málefnum upplýsingasamfélagsins sem skipuð er fulltrúum allra ráðuneyta en hún verður upplýst um stefnumótunarvinnuna á öllum stigum hennar og kemur athugasemdum sínum til stefnumótunarnefndar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta