Hoppa yfir valmynd
14. júlí 2003 Innviðaráðuneytið

María Júlía afhent

Þann 10. júlí síðastliðinn heimsótti samgönguráðherra Tálknafjörð. Tilefnið var afhending skipsins Maríu Júlíu. María Júlía er skip á Tálknafirði sem hefur verið lagt, en skipið var sérsmíðað björgunarskip.

Maria_Julia_afhen
Maria_Julia_afhen

Skipið var smíðað árið 1950 og sama ár keypt til Vestfjarða. Seinna var skipið notað af Landhelgisgæslunni, en frá 1969 hefur það verið fiskiskip í eigu Tálknfriðinga og Patreksfirðinga.

Hugmyndin er að byggðasöfnin tvö á Vestfjörðum, á Hnjóti og á Ísafirði, eignist skipið og geri það út sem fljótandi safn í siglingum um Vestfirði. Gengið hefur verið frá munnlegu samkomulagi við eigendur skipsins með þetta fyrirkomulag. Ráðherra lýsti ráðuneyti siglingamála reiðubúið til að leggja málinu lið þegar mótaðar hugmyndir um kostnað og notkun lægju fyrir.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta