Hoppa yfir valmynd
14. júlí 2003 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra í Skagafirði

Þann 7. júlí heimsótti samgönguráðherra Skagafjörð og fundaði með forsvarsmönnum Byggðastofnunar og ferðaþjónustu á svæðinu. Á fundunum gerði ráðherra grein fyrir þeirri áherslu sem yrði á ferðamál á þessu kjörtímabili í samgönguráðuneytinu.

Sagði hann fundarmönnum að tilganginn með ferðinni væri að fara yfir stöðu landshlutans svo hafa mætti svæðisbundnar áherslur til hliðsjónar við fyrirhugaða endurskoðun á lagaumhverfi greinarinnar og nýja stefnumótun í ferðaþjónustu.

Fundirnir heppnuðust vel og bar margt á góma og voru m.a. rædd málefni upplýsingamiðstöðva og gististaða auk vegamála. Sérleyfis- og fjarskiptamál voru einnig til umræðu. Fram kom ánægja fundarmanna með framboð á afþreyingu á svæðinu og að nýr vegur um Þverárfjall muni breyta hlutverki Sauðárkróks í ferðaþjónustu í Skagafirði. Fram kom að Skagfirðingar hafa ákveðið að ganga til liðs við Markaðsstofu Norðurlands og að allur fjórðungurinn, frá Brú að Þórshöfn, verði þá í fyrsta sinn kynntur sem ein heild á erlendum og innlendum vettvangi.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum