Hoppa yfir valmynd
23. júlí 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fréttatilkynning

Félagsmálaráðherra hefur í dag samþykkt sameiginlega yfirlýsingu ásamt jafnréttisráðherrum Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Eystrasaltslandanna, þar sem komið er á framfæri gagnrýni á þau áform borgaryfirvalda í Aþenu, Grikklandi, að fjölga vændishúsum í borginni vegna Ólympíuleikanna árið 2004. Verður yfirlýsingin send borgarstjóra Aþenu í dag.

Forsaga málsins er sú að á málstofu Stígamóta og Evrópusamtaka gegn verslun með konur sem haldin var í Reykjavík 23. júní sl. hélt meðal annarra fyrirlestur Mata Kaloudaki sem er forstöðukona frjálsra félagasamtaka sem berjast gegn verslun með konur í Grikklandi. Í fyrirlestri sínum upplýsti hún um þau áform borgaryfirvalda í Aþenu að fjölga vændishúsum í Aþenu vegna Ólympíuleikanna árið 2004 og hafði af því tilefni verið rædd og lögð fram tillaga um að rýmka löggjöf varðandi vændi í landinu. Í kjölfarið rituðu fimm hérlend félagasamtök sem vinna að jafnréttismálum Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands bréf þar sem athygli þeirra var vakin á þessum áformum borgaryfirvalda í Aþenu. Íslenska Ólympíusambandið ritaði borgaryfirvöldum í Aþenu bréf og mótmælti. Jafnframt hefur kirkjan í Grikklandi gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir þessi áform.

Af þessu tilefni og að fengnum þessum upplýsingum frá Íslandi ákváðu jafnréttisráðherrar Íslands, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Eystrasaltslandanna að senda borgarstjóra Aþenu sameiginlega yfirlýsingu þar sem þessum áformum er harðlega mótmælt og vísað er til markmiða Ólympíuleikanna. Ekki verður séð að þessi áform borgaryfirvalda í Aþenu geti samrýmst þeim markmiðum heldur frekar til að sverta ímynd Ólympíuleikanna. Það sé því mikilvægt að líta til þess að þessi áform borgaryfirvalda sem leiði beinlínis til mannlegrar niðurlægingar geti ekki samrýmst markmiðum Ólympíuleikanna um jafnræði, bræðralag og hinn sanna íþróttaanda.

Sameiginlega yfirlýsingin er með eftirfarandi hætti á ensku og sænsku:


Statement by the Ministers for Gender Equality of Sweden, Norway, Finland, Iceland, Estonia, Latvia and Lithuania

    It is with indignation and surprise that we have learned that Greece plans to increase brothel activities during the Olympics in Athens 2004. This will lead to more women being exploited and abused.

    We, the Ministers for Gender Equality in Sweden, Norway, Finland, Iceland, Estonia, Latvia and Lithuania will in this way express our abhorrence and protest your plans, which we do not feel to be compatible with the fundamental ideals behind the Olympics. The goal of the Olympic Movement is to contribute to building a peaceful and better world by educating youth through sport practised without discrimination or any kind, in a spirit of friendship, solidarity and fair play (Quote from IOC website).

    We agree on that. It is therefore crucial that the opposition to all forms of commercial exploitation even includes the women and children that are made vulnerable around the sport and athletes.


Uttalande av jämställdhetsansvariga ministrar från Sverige, Norge, Finland, Island, Estland, Lettland och Litauen mot de grekiska planerna att utöka antalet bordeller i Aten till Sommar-OS 2004
    Det är med indignation och förvåning vi hör om Greklands planer att tillåta utökad bordellverksamhet under Olympiska spelen i Aten 2004. Detta skulle leda till att fler kvinnor utnyttjas och förnedras.

    Vi, jämställdhetsministrarna i Sverige, Norge, Finland, Island, Estland, Lettland och Litauen vill på detta sätt uttrycka vår avsky och protestera mot Greklands planer, som vi finner oförenliga med Olympiadens mest grundläggande ideal. Den olympiska rörelsens mål är att bidra till att skapa en fredlig och bättre värld med fostran av ungdom genom idrott som utövas utan varje form av diskriminering i en anda av vänskap, solidaritet och rent spel (citat från IOC:s webbsida).

    Vi instämmer med detta. Det är av yttersta vikt att motståndet mot alla former av kommersiellt exploatering även omfattar kvinnor och barn, vilka är särskilt utsatta i samband med de Olympiska spelen.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta