Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2003 Utanríkisráðuneytið

Breytingar á skipan sendiherra

Nr. 069

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðherra hefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni:

Þorsteinn Ingólfsson, sendiherra sem hefur verið fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1998, tekur við starfi aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðabankans jafnframt því að vera yfirmaður skrifstofu landanna í höfuðstöðvum bankans í Washington.

Hjálmar W. Hannesson, sem verið hefur sendiherra Íslands í Ottawa frá 2001, tekur við starfi fastafulltrúa Íslands hjá S.þ.

Guðmundur Eiríksson, sendiherra, sem var dómari við Hafréttardómstól Sameinuðu þjóðanna frá 1996 til 2002, tekur við starfi sendiherra Íslands í Ottawa.

Kristinn F. Árnason, sem verið hefur sendiherra Íslands í Osló frá 1999, tekur við starfi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu.

Stefán Skjaldarson, sendiherra, sem hefur verið skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu frá 2001, tekur við starfi sendiherra Íslands í Osló

Sturla Sigurjónsson, sendiherra, sem verið hefur skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu frá 2002, tekur við starfi skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu.

Ofangreindar breytingar koma til framkvæmda á næstu mánuðum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. júlí 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta