Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2003 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegsráðherra Marokkó í opinberri heimsókn.

9. ágúst 2003.


Fréttatilkynning frá Sjávarútvegsráðuneytinu


Sjávarútvegsráðherra Marokkó, Tayeb Rhafes hefur verið í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, dagana 5. - 9. ágúst 2003.

Með ráðherranum voru embættismenn og fulltrúar ýmissa fyrirtækja í sjávarútvegi Marokkó. Marokkóski ráðherrann heimsótti Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðanaðarins, Fiskistofu, Landhelgisgæslu, HB á Akranesi, Grindavík, Fiskmarkaðinn í Hafnarfirði, Marel og Sif. Þá heimsótti ráðherra skipasmíðastöðina TREFJAR í Hafnarfirði, þar sem sjávarútvegsráðherrar Íslands og Marokkó undirrituðu samkomulag milli landanna um samstarf á sviði sjávarútvegs.

Meðal þess sem ráðherrarnir ræddu á fundi sínum, var samvinna á sviði hafrannsókna, menntunar í sjávarútvegsmálum, skipasmíða, fiskveiða og verkunar og fiskeldi.

Tayeb Rhafes hitti einnig Forseta Íslands og átti með honum fund.


Sjávarútvegsráðuneytið





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta