Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á drögum að nýrri námskrá leiðsögunáms


Til þeirra er málið varðar

Menntamálaráðuneytið hefur birt drög að nýrri námskrá leiðsögunáms á heimasíðu sinni, www.menntamalaraduneyti.is. Námskrá leiðsögunáms var seinast endurskoðuð árið 1995. Hún hefur nú verið endurskoðuð í samráði við Menntaskólann í Kópavogi (Leiðsöguskóla Íslands) og starfsgreinaráð í náttúrunýtingu. Ritaður hefur verið inngangur með lýsingum á störfum, starfssviði og kröfum um hæfni og þekkingu sem gerðar eru til leiðsögumanna. Þá er að finna í námskránni ítarlegri markmiðssetningu og áfangalýsingar en í fyrri námskrá.

Námskrárdrögin verða til kynningar á framangreindu vefsvæði næstu fjórar vikurnar eða til 12. september 2003. Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild, eða einstaka þætti hennar, til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected]. Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið gera þær lagfæringar á námskránni sem nauðsynlegar teljast, staðfesta hana og senda auglýsingu um gildistöku hennar til birtingar í Stjórnartíðindum. Námskráin verður að því loknu birt á námskrárvef ráðuneytisins.

Farið er fram á að efni þessa bréfs sé kynnt fyrir þeim sem það á erindi til.

(Ágúst 2003)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta