Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fréttatilkynning frá Menningarsjóði Íslands og Finnlands


Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands kom saman til fundar í Reykjavík þann 3. maí sl. til að ákveða árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir síðari hluta ársins 2003 og fyrri hluta árs 2004. Alls bárust 114 umsóknir, þar af 23 frá Íslandi og 91 frá Finnlandi. Úthlutað var 25.300 evrum eða jafngildi um 2,1 milljónum króna og hlutu eftirtaldir umsækjendur styrki sem hér segir:

Almennir menningarstyrkir

Til félagastarfsemi:
Ungmennasamstarf Norræna félagsins í Finnlandi, ferðastyrkur 1.200 evrur vegna verkefnisins "Jag berättar om mitt land"
Suomi-félagið, styrkur 1.200 evrur til að bjóða finnskum tónlistarmanni og rithöfundi á Runebergs- eða Kalevaladaginn 2004.

Til rannsókna á sviði félags-, menningar- og efnahagsmála:
Mia Hipeli, forstöðumaður, ferðastyrkur 700 evrur til að taka þátt í 20. norrænu skjalasafnsdögunum sem haldnir verða á Íslandi í ágúst 2003.
Marjaana Launonen, vísindamaður, ferðastyrkur 700 evrur til að taka þátt í 20. norrænu skjalasafnsdögunum sem haldnir verða á Íslandi í ágúst 2003.
Anna Makkonen, yfirskjalavörður, ferðastyrkur 700 evrur til að taka þátt í 20. norrænu skjalasafnsdögunum sem haldnir verða á Íslandi í ágúst 2003.
Anja Portin, fil.stud., ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Íslands vegna skrifa um Vigdísi Grímsdóttur rithöfund.
Marita Liulia, leikstjóri, ferðastyrkur 700 evrur til að bjóða íslenskum dómnefndarfulltrúa til Helsingfors í janúar 2004 vegna "Prix Möbius" keppninnar.

Tungumál, bókmenntir og útgáfur

Tove Appelgren, leikstjóri, ferðastyrkur 700 evrur til fara til Reykjavíkur til að vinna með teiknaranum Halldóri Baldurssyni að norrænu teiknibókarverkefni.
FILI - Upplýsingamiðstöð um finnskar bókmenntir, ferðastyrkur 700 evrur til að bjóða Trausta Einarssyni, þýðanda, á alþjóðlegt þýðendanámskeið á Hanaholmen 15.-22.8.2003.
Leena Järstä, ritstjóri, ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Íslands ásamt ljósmyndaranum Sakari Viika vegna greinarskrifa.
Tigertext AB/Ny tid, ferðastyrkur 700 evrur vegna greinarskrifa Hanna Lahdenperäs um Ísland.

Vísindi

Reykjavíkur akademían, ferðastyrkur 1.800 evrur fyrir 6 þátttakendur í rannsóknaverkefninu "Alþýðleg handritalist"
Tarja Teppo, verkfræðingur, ferðastyrkur 700 evrur til taka þátt í vetnisnámskeiði á Íslandi í júní 2003.

Tónlist

Birna Helgadóttir, tónlistarnemi, ferðastyrkur 700 evrur til að taka þátt í meistaranámskeiði fyrir píanóleikara í Finnlandi.
Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari, ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Finnlands að kynna sér tónlistarkennslu hjá Sibelíusar-akademíunni.
Hörður Áskelsson, organisti, ferðastyrkur 700 evrur til að halda tónleika m.a. í dómkirkjunni í Tammerfors.
Kristín Valsdóttir, tónlistarkennari, ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Finnlands að kynna sér tónlistarkennslu hjá Sibelíusar-akademíunni.
Oranssi ry, ferðastyrkur 1.800 evrur fyrir 10 þátttakendur í verkefninu "Langt í burtu búa vinir", sumarið 2003.

Kvikmyndir

Arn-Henrik Blomqvist, leikstjóri, ferðastyrkur 700 evrur til að taka þátt í málþinginu "Norræn kímni í kvikmyndum og sjónvarpi", Reykjavík í júlí 2003.
Helsinki Film Festival ry, ferðastyrkur 700 evrur til að bjóða leikstjóranum Degi Kára á kvikmyndahátíðina "Kærleikur og stjórnleysi" í Helsingfors í september 2003.
Tuomo Hutri, leikstjóri, ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Íslands v. samstarfs við íslenskan framleiðanda.
Johanni Larjanko, ritstjórnarfulltrúi, ferðastyrkur 700 evrur til Íslands til að skrifa grein um íslenskar kvikmyndir í "Filmjournalen".
Kvikmyndaklúbburinn Walhalla, styrkur 1.000 evrur til að sýna íslenskar kvikmyndir haustið 2003.

Sjónlist

Anna Hallin, myndlistarmaður, ferðastyrkur 1.800 evrur fyrir 5 finnska þátttakendur í samstarfsverkefninu "Landsbygden - RURAL".
Verkefnishópurinn Käärmeenkantajat, ferðastyrkur 1.800 evrur fyrir 8 þátttakendur í eldskúlptúrverkefni á Akureyri.
Sakari Viika, ljósmyndari, ferðastyrkur 700 evrur til að fara til Íslands til að taka ljósmyndir ásamt ritstjóranum Leena Järstä.

Listiðnaður og hönnun:

Starfshópurinn Hägerström-Schulma, ferðastyrkur 1.400 evrur til að fara til Íslands vegna verkefnisins "Rými - kennslubók í húsagerðarlist og skipulagi"

Stjórn sjóðsins skipa Tuulikka Karjalainen, forstöðumaður, Matti Rahkonen, prófessor, Guðný Helgadóttir, deildarstjóri, og Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt. Varamenn eru Maria-Liisa Nevala, forstjóri, og Þórunn Bragadóttir, deildarstjóri.


Stjórn menningarsjóðs Íslands og Finnlands, 27. maí 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum