Norrænu lýðheilsuverðlaunin 2003
20. ágúst 2003
Svínn Göran Dahlgren frá Stokkhólmi hlaut Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2003. Morgan Johansson heilbrigðisráðherra Svíþjóðar afhenti Göran Dahlgren verðlaunin í Karlskrona s.l. þriðjudag en norrænir ráðherrar velferðarmála funduðu þar í vikunni. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1989 einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í starfi að lýðheilsumálum á Norðurlöndunum. Verðlaunaféð nemur 50.000 sænskra króna og að þeim standa Norræna ráðherranefndin og Norræni lýðheilsuskólinn.
Göran Dahlgren sem hlýtur verðlaunin í ár hefur meðal annars verið fulltrúi á landsþingi, SIDA, sem stendur fyrir "Socialstyrelsen og Statens folkhälsoinstitut". Hann hefur einnig verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra Kenya og Víetnam.
Í ummælum um verðlaunin segir að Göran Dahlgren fái verðlaunin fyrir brautryðjandastarf á sviði jafnréttismála, aðferðafræði, stefnumótunar og
skoðanamyndunar í nútíma lýðheilsustarfi.