Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2003 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda og fundur utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Ríga 29. ágúst 2003

Nr. 075

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlanda annars vegar og fund utanríkisráðherra Norðurlanda með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkja hins vegar. Báðir fundirnir fóru fram í Ríga, höfuðborg Lettlands.

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda var meðal annars rætt um þróun og stækkun Evrópusambandsins og framtíðarsamstarf á Evrópska efnahagssvæðinu. Utanríkisráðherra lagði áherslu á hversu mikilvægt væri að gengið yrði frá stækkun Evrópska efnahagssvæðisins samtímis gildistöku samningsins um stækkun Evrópusambandsins.

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda með utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkja var einnig rætt um evrópsk öryggismál og framtíðarsamstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með tilliti til væntanlegrar aðildar Eystrasaltsríkjanna að ESB.

Ástand og horfur í Írak og Miðausturlöndum var viðfangsefni beggja funda.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 29. ágúst 2003.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta