Hoppa yfir valmynd
2. september 2003 Utanríkisráðuneytið

Fundur varnarmálaráðherra Norðurlandanna 2. -3. september 2003

Nr. 079

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Fundur varnarmálaráðherra Norðurlanda verður haldinn í Reykjavík dagana 2.- 3. september og verður það í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn á Íslandi.

Gert er ráð fyrir að varnarmálaráðherrarnir fjalli um samstarf á sviði friðargæslu á Balkanskaga, ástand og horfur í Írak og undirriti samning um aðild Íslands að NORDCAPS (Nordic Coordinated Arrangement for Military Peace Support). Markmiðið með NORDCAPS er að auka getu og hæfni Norðurlandanna til að taka að sér friðar- og öryggisgæslu á átakasvæðum undir sameiginlegri stjórn.

Aðkoma Íslands að NORDCAPS er í gegnum Íslensku friðargæsluna og munu einstaklingar af viðbragðslista hennar taka þátt í sameiginlegum verkefnum á vegum NORDCAPS í framtíðinni.

Svíar fara nú með formennsku í hópi varnarmálaráðherra en Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra er gestgjafi fundarins og situr hann fyrir hönd Íslands.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 2. september 2003.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta