Hoppa yfir valmynd
2. september 2003 Innviðaráðuneytið

Stór áfangi - Sæsímastrengurinn FARICE-1

2. september 2003


Þann 2. september náðist sá ánægjulegi áfangi að nýr sæsímastrengur, FARICE-1, var tekinn á land við Seyðisfjörð. Með tilkomu hans mun gagnaflutningsgeta fjarskiptakerfa milli Íslands og Evrópu margfaldast. Strengurinn, sem verður tekinn í notkun í janúar á næsta ári, liggur frá Skotlandi um Færeyjar og til Íslands.

Hingað til hefur CANTAT-3 strengurinn verið eini sæstrengurinn til útlanda. Með tilkomu FARICE-1, sem er ríflega 100 sinnum öflugri, eykst til muna afkastageta og öryggi í alþjóðlegum fjarskiptum.
Að FARICE-1 standa íslenska ríkið, Síminn, Færeyska símafélagið Føroya Tele, Og Vodafone o.fl.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta