Hoppa yfir valmynd
4. september 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samkeppni um gerð veggspjalds í tengslum við leiðtogafund um upplýsingasamfélagið

Samkeppni um gerð veggspjalds í tengslum við leiðtogafund um upplýsingasamfélagið


Fyrsti leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um upplýsingasamfélagið verður haldinn í Sviss í desember nú í ár. Athygli verður beint að vaxandi bili sem er að verða á milli þjóða varðandi aðgang að upplýsingatækni. Leita á leiða til að tryggja að allir njóti góðs af upplýsingabyltingunni sem nú á sér stað. Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, mun sækja fundinn fyrir Íslands hönd.

Í tengslum við fundinn efna Sameinuðu þjóðirnar til samkeppni meðal skólabarna um gerð veggspjalds. Markmiðið með henni er að gefa þeim tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um upplýsingasamfélagið og býðst öllum börnum í heiminum á aldrinum 9 til 19 ára að taka þátt. Myndefnið skal tengjast einhverju þeirra sex þema sem tilgreind eru í leiðbeiningum. Skilafrestur er til 31. október nk. og skulu þátttakendur fylla út þátttökueyðublað og senda Sameinuðu þjóðunum. Menntamálaráðuneytið hvetur íslenska skóla til að taka þátt í þessari samkeppni.

Íslenski vefur WSIS er á slóðinni: www.un.dk/icelandic/WSIS/main.htm

Hér má nálgast leiðbeiningar (pdf - 120KB) og þátttökueyðublað (pdf - 7KB).

Leiðbeiningar og þátttökueyðublað er einnig að finna á Menntagátt, menntagatt.is.

Menntamálaráðuneytið, 4. september 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta