Hoppa yfir valmynd
11. september 2003 Forsætisráðuneytið

Samúðarkveðjur vegna morðsins á Önnu Lindh

Forsætisráðherra hefur í dag sent forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson, svofellt bréf:

Fyrir mína hönd og ríkisstjórnar Íslands sendi ég þér og sænsku ríkisstjórninni samúðarkveðjur vegna morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra, og vottum fjölskyldu hennar og vinum innilega samúð.

Ég er harmi sleginn vegna þessa voðaatburðar. Mér er í fersku minni er ég hitti Önnu Lindh þegar hún var í opinberri heimsókn hér á Íslandi í febrúar síðastliðnum. Engum gat dulist að þar fór hæfur stjórnmálamaður, hlý persóna og glæsilegur fulltrúi lands síns.

Kæri vinur, á þessum erfiðu stundum er hugur minn og Íslendinga hjá þér og sænsku þjóðinni.


Í Reykjavík, 11. september 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta