Hoppa yfir valmynd
11. september 2003 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra lýsir harmi vegna morðsins á utanríkisráðherra Svíþjóðar

Nr. 082

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, lýsir harmi vegna morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og vottar fjölskyldu hennar og sænsku þjóðinni samúð. Anna Lindh var mjög hæfur málsvari Svíþjóðar og mikils metin og virt í samstæðum hópi norrænna utanríkisráðherra. Hvers konar glæpsamlegar árásir á lýðræðislega kjörna fulltrúa vegna ábyrgðarstarfa eru atlaga að lýðræðinu sjálfu og því finna Íslendingar til einlægrar samkenndar með Svíum í kjölfar þessa válega atburðar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. september 2003.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta