Hoppa yfir valmynd
19. september 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Heimsókn félagsmálaráðherra til Brussel

Frá heimsókn félagsmálaráðherra til Brussel
Sendiráð Íslands í Brussel

Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti sér málefni EFTA og ESB í heimsókn sinni til Brussel. Í ferð sinni heimsótti ráðherra m.a. Kjartan Jóhannsson, sendiráð Íslands í Brussel og fulltrúa EFTA þar sem honum var kynnt starfsemi og hlutverk sendiráðsins og EFTA.

Árni Magnússon ásamt Isabellu Simonis.Þá átti ráðherra fund með fulltrúa stjórnardeildar atvinnu- og félagsmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem m.a. atvinnumál, málefni launþega, jafnréttismál og málefni fatlaðra voru rædd.

Einnig hitti Árni Magnússon Isabellu Simonis, ráðherra fjölskyldumála og málefna fatlaðra, þar sem sameiginlegir málaflokkar voru ræddir.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta