Viðtalstímar sendiherra Íslands í Peking
Nr. 094
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Eiður Guðnason sendiherra í Peking sem jafnframt annast samskipti Íslands við Ástralíu, Nýja Sjáland, Mongólíu, Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og Víetnam, er nú staddur hér á landi í tengslum við viðskiptaviðræður Íslands og Kína. Eiður verður til viðtals í Útflutningsráði, Borgartúni 35, þriðjudaginn 30. september nk. kl. 9:30 til 12:00. Í viðtalstímunum gefst aðilum í viðskiptalífinu og öðrum sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta í umdæmisríkjum sendiráða Íslands tækifæri til þess að ræða viðskiptamöguleika og önnur hagsmunamál þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 511 4000 hjá Útflutningsráði, Borgartúni 35, þar sem tímapantanir eru einnig skráðar.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 24. september 2003