Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2003. Greinargerð: 25. september 2003
Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2003 (PDF 150K)
Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Þessar tölur sýna sjóðhreyfingar og eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.
Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 18,3 milljarða króna, samanborið við 16,3 milljarða neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra. Fjármunahreyfingar voru hins vegar jákvæðar um 17 milljarða króna í ár sem er tæpum 10 milljörðum betri staða en í fyrra. Jákvæðari staða skýrist nær alfarið af sölu á hlutabréfum ríkisins í Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands og Íslenskum aðalverktökum. Lánsfjárþörf ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins 2003 nam 1,3 milljörðum króna samanborið við 9,2 milljarða króna á sama tíma í fyrra.
Heildartekjur ríkissjóðs námu um 170,7 milljörðum króna og hækkuðu um rúmlega 18 milljarða króna frá sama tíma í fyrra, eða um 11,8%. Skýringin á þessum mismun felst fyrst og fremst í auknum tekjum af sölu hlutabréfa ríkisins í viðskiptabönkunum. Skatttekjur ríkissjóðs námu 146,8 milljörðum króna og hækkuðu um 5,8% frá árinu á undan sem jafngildir um 3,8% raunhækkun. Innheimtir tekjuskattar einstaklinga námu um 34,5 milljörðum króna og hækkuðu um 3,9% frá fyrra ári. Innheimta tryggingargjalda nam um 16,5 milljörðum króna og jókst því einnig verulega eða um 10% á milli ára. Þessi aukna innheimta af tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjalds endurspeglar hækkun launa, en launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,5% á sama tíma, auk þess sem hækkun tryggingagjaldsins, um S%, tók gildi í byrjun þessa árs. Innheimta eignaskatta lækkaði hins vegar um 15,5% á milli ára og nam tæpum 5,4 milljörðum króna, enda voru bæði eignaskattar einstaklinga og fyrirtækja lækkaðir um helming á þessu tímabili. Af öðrum tekjuliðum ríkissjóðs má nefna að um 9% aukning var í innheimtu tekna af virðisaukaskatti. Veruleg aukning var í innheimtu vörugjalda af ökutækjum eða um 54,6% frá fyrra ári, sem stafar fyrst og fremst af auknum innflutningi bifreiða. Auk þess sem innheimta tekna af áfengis- og tóbaksgjaldi jókst um 18,9%, en um þriðjung þeirrar aukningar má rekja til hækkunar á áfengisgjaldi af sterku áfengi og tóbaksgjaldi. Að öllu samanlögðu benda innheimtutölur í ágúst til þess að almenn umsvif í efnahagslífinu séu enn meiri en gert var ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins frá apríl sl.
Greidd gjöld nema 176,9 milljörðum króna og hækka um 11,1 milljarð milli ára. Þar vega tveir málaflokkar þyngst. Greiðslur til almannatrygginga hækka um 5,1 milljarð og til heilbrigðsmála um 4,4 milljarða króna. Innan almannatrygginga munar mestu um 2,6 milljarða hækkun elllilífeyris og örorkubóta, auk þess sem atvinnuleysibætur hækka um 0,9 milljarða, eða um 40% sem er hlutfallslega mesta einstaka hækkunin milli ára. Innan heilbrigðismála munar mestu um 3,1 milljarðs króna hækkun til sjúkrahúsa og öldrunarstofnana. Greiðslur til Vegagerðarinnar hækka um 2,5 milljarða og til framhalds- og háskóla um tæpan milljarð. Á móti vega 3,6 milljarða lækkun vaxtagreiðslna, einkum þar sem stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í apríl 2002, auk þess sem greiðslur til reksturs stjórnsýslunnar lækka um S milljarð króna og sambærileg lækkun er á framlögum til flugmála. Aðrar breytingar milli ára eru minni.
Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst (Í milljónum króna) | |||||
1999 |
2000 |
2001 |
2002 |
2003 | |
Innheimtar tekjur.................................. |
121.747 |
134.279 |
142.945 |
152.633 |
170.668 |
- Söluhagn. af hlutabr. og eignahl… |
-395 |
0 |
3 |
-3.175 |
-12.059 |
Greidd gjöld.......................................... |
114.451 |
127.215 |
149.841 |
165.773 |
176.919 |
Handbært fé frá rekstri..................... |
6.902 |
7.064 |
-6.897 |
-16.314 |
-18.309 |
Fjármunahreyfingar............................ |
1.176 |
1.456 |
-1.269 |
7.094 |
16.982 |
Hreinn lánsfjárjöfnuður.................... |
8.078 |
8.520 |
-8.168 |
-9.220 |
-1.327 |
Afborganir lána................................. |
-18.324 |
-28.471 |
-22.159 |
-22.122 |
-18.437 |
Innanlands...................................... |
-8.653 |
-14.981 |
-7.406 |
-10.067 |
-6.028 |
Erlendis........................................... |
-9.671 |
-13.490 |
-14.753 |
-12.055 |
-12.409 |
Greiðslur til LSR og LH.................... |
-1.084 |
-4.000 |
-10.000 |
-6.000 |
-5.000 |
Lánsfjárjöfnuður. brúttó.................. |
-11.330 |
-23.948 |
-40.328 |
-37.343 |
-24.764 |
Lántökur.............................................. |
9.915 |
24.973 |
36.233 |
32.171 |
21.828 |
Innanlands....................................... |
811 |
2.981 |
11.406 |
9.287 |
20.095 |
Erlendis............................................ |
9.104 |
21.992 |
24.827 |
22.884 |
1.733 |
Greiðsluafkoma ríkissjóðs............. |
-1.414 |
1.022 |
-4.092 |
-5.172 |
-2.936 |
Tekjur ríkissjóðs janúar-ágúst (Í milljónum króna) | |||||||
Breyting frá fyrra ári. % | |||||||
2001 |
2002 |
2003 |
2000 |
2001 |
2002 |
2003 | |
Skatttekjur í heild............................... | 132.825 | 138.709 | 146.806 |
11,0 |
6,1 |
4,4 |
5,8 |
Skattar á tekjur og hagnað............. |
41.911 |
43.778 |
44.303 |
18,6 |
19,9 |
4,5 |
1,2 |
Tekjuskattur einstaklinga................. |
30.081 |
33.201 |
34.511 |
14,1 |
15,2 |
10,4 |
3,9 |
Tekjuskattur lögaðila....................... |
6.663 |
3.961 |
2.911 |
21,0 |
35,9 |
-40,6 |
-26,5 |
Skattur á fjármagnstekjur................ |
5.167 |
6.616 |
6.881 |
55,5 |
31,4 |
28,0 |
4,0 |
Tryggingagjöld................................. |
13.861 |
15.018 |
16.516 |
8,4 |
10,5 |
9,2 |
10,0 |
Eignarskattar.................................... |
6.529 |
6.346 |
5.364 |
12,6 |
11,7 |
-2,8 |
-15,5 |
Skattar á vöru og þjónustu.............. |
70.249 |
73.153 |
80.306 |
8,0 |
-2,0 |
4,1 |
9,8 |
Virðisaukaskattur............................. |
45.233 |
48.416 |
52.752 |
10,5 |
-0,6 |
7,0 |
9,0 |
Aðrir óbeinir skattar.......................... |
25.017 |
24.736 |
27.553 |
4,0 |
-4,4 |
-1,1 |
11,4 |
Þar af: | |||||||
Vörugjöld af ökutækjum................ |
2.172 |
1.951 |
3.017 |
-11,3 |
-41,1 |
-10,2 |
54,6 |
Vörugjöld af bensíni...................... |
4.951 |
4.802 |
4.742 |
10,9 |
-4,8 |
-3,0 |
-1,2 |
Þungaskattur................................. |
3.605 |
3.524 |
3.596 |
15,2 |
9,4 |
-2,2 |
2,0 |
Áfengisgjald og tóbaksgjald.......... |
5.550 |
5.654 |
6.724 |
5,7 |
-4,6 |
1,9 |
18,9 |
Annað............................................ |
8.739 |
8.801 |
9.475 |
2,6 |
7,0 |
0,7 |
7,7 |
Aðrir skattar........................................ |
275 |
415 |
317 |
6,2 |
32,9 |
6,5 |
-23,6 |
Aðrar tekjur......................................... |
10.121 |
13.924 |
23.862 |
1,3 |
11,7 |
37,6 |
71,4 |
Tekjur alls........................................... |
142.945 |
152.633 |
170.668 |
10,3 |
6,5 |
6,8 |
11,8 |
Gjöld ríkissjóðs janúar-ágúst (Í milljónum króna) | |||||||
Breyting frá fyrra ári. % | |||||||
2001 |
2002 |
2003 |
2000 |
2001 |
2002 |
2003 | |
Almenn mál........................................ |
14.893 |
17.881 |
17.881 |
14,9 |
3,3 |
20,1 |
0,0 |
Almenn opinber mál......................... |
8.663 |
10.336 |
9.890 |
14,4 |
7,5 |
19,3 |
-4,3 |
Löggæsla og öryggismál.................. |
6.233 |
7.545 |
7.991 |
15,5 |
-2,0 |
21,0 |
5,9 |
Félagsmál.......................................... |
89.790 |
101.101 |
112.439 |
6,2 |
18,0 |
12,6 |
11,2 |
Þar af: Fræðslu- og menningarmál..... |
19.349 |
21.666 |
23.090 |
8,7 |
16,1 |
12,0 |
6,6 |
Heilbrigðismál.......................... |
35.662 |
40.658 |
45.087 |
6,6 |
16,6 |
14,0 |
10,9 |
Almannatryggingamál.............. |
29.695 |
32.943 |
37.767 |
2,8 |
21,7 |
10,9 |
14,6 |
Atvinnumál........................................ |
23.369 |
23.988 |
26.321 |
5,4 |
21,7 |
2,6 |
9,7 |
Þar af: Landbúnaðarmál..................... |
7.285 |
7.212 |
7.233 |
1,7 |
24,7 |
-1,0 |
0,3 |
Samgöngumál.......................... |
10.237 |
10.860 |
12.668 |
8,1 |
22,0 |
6,1 |
16,6 |
Vaxtagreiðslur................................... |
14.765 |
15.526 |
11.920 |
50,2 |
14,1 |
5,2 |
-23,2 |
Aðrar greiðslur.................................. |
7.023 |
7.276 |
8.358 |
34,3 |
54,1 |
3,6 |
14,9 |
Greiðslur alls..................................... |
149.841 |
165.773 |
176.919 |
11,2 |
17,8 |
10,6 |
6,7 |