Tilkynning frá Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
25. september 2003.
Fréttatilkynning
frá Árna M. Mathiesen.
frá Árna M. Mathiesen.
Ég hef í dag fimmtudaginn 25. september 2003 fengið í hendur dóm Hæstaréttar Íslands í áfrýjunarmáli mínu vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar gegn Árna M. Mathiesen.
Ég er afar sáttur við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands og þær forsendur sem niðurstaðan byggir á. Í fréttatilkynningu frá mér til fjölmiðla 24.01.2003 kemur fram að ég taldi dóm Héraðsdóms Reykjaness í andstöðu við dóma Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsi. Vegna mikilvægis tjáningarfrelsis í nútíma þjóðfélagi taldi ég óhjákvæmilegt annað en að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness. Niðurstaða Hæstaréttar Íslands er ótvíræð að með orðum mínum "var ekki farið út fyrir mörk leyfilegs tjáningarfrelsis" og er ég sýknaður af kröfum stefnda.
Árni M. Mathiesen.