Geðheilbrigðisþjónusta
30. september 2003
Skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd sem gera á tillögur til ráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Nefndinni er m.a. ætlað að skila tillögum um hvernig haga skuli þessari þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, hvernig best megi tryggja samspil þjónustuþáttanna, hvaða þjónustuform og rekstarform séu heppilegust og fleira er varðar heildarskipulag heilbrigðisþjónustu við þennan hóp skjólstæðinga. Formaður nefndarinnar er Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Gísli Baldursson, læknir. Páll Biering, hjúkrunarfræðingur. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Magnús Skúlason, deildarstjóri og Hólmfríður Grímsdóttir, deildarstjóri. Nefndin mun hefja störf nú þegar.