Hoppa yfir valmynd
30. september 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Geðheilbrigðisþjónusta

30. september 2003


Skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd sem gera á tillögur til ráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Nefndinni er m.a. ætlað að skila tillögum um hvernig haga skuli þessari þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, hvernig best megi tryggja samspil þjónustuþáttanna, hvaða þjónustuform og rekstarform séu heppilegust og fleira er varðar heildarskipulag heilbrigðisþjónustu við þennan hóp skjólstæðinga. Formaður nefndarinnar er Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Gísli Baldursson, læknir. Páll Biering, hjúkrunarfræðingur. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Magnús Skúlason, deildarstjóri og Hólmfríður Grímsdóttir, deildarstjóri. Nefndin mun hefja störf nú þegar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta