Ferðahandbók um Ísland á japönsku
Nýlega kom út ferðahandbók í Japan um Ísland á japönsku, en samgönguráðuneytið styrkti útgáfu hennar.
Bókin er glæsileg og kemur eflaust til með að hafa mikla þýðingu við kynningu á Íslandi sem ferðamannalandi. Bókin er fyrsta sinnar tegundar, þar sem ekki hefur áður verið samin sams konar ferðahandbók á japönsku.
Þess má geta að 27. september síðastliðinn komu til landsins 250 ferðamenn frá Japan. Um er að ræða fyrstu japönsku ferðamennina sem koma í beinu farþegaflugi á milli Japans og Íslands. Þrjár slíkar ferðir eru áætlaðar í haust og má gera ráð fyrir að um 750 ferðamenn komi til Íslands frá Japan á þeim tíma.