Hoppa yfir valmynd
2. október 2003 Utanríkisráðuneytið

Ræðismannaráðstefna í Washington 2. - 4. október 2003

Nr. 104

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Dagana 2. - 4. október nk. fer fram ræðismannaráðstefna í Washington D.C. sem skipulögð er af sendiráði Íslands í Bandaríkjunum og aðalræðisskrifstofu Íslands í New York. Megintilgangur ráðstefnunnar er að veita ræðismönnum ítarlegar upplýsingar um stöðu utanríkis- og efnahagsmála á Íslandi, kynna viðskiptatækifæri í Bandaríkjunum og koma á tengslum ræðismanna og fulltrúa íslenskra fyrirtækja. Fundinn sækja ræðismenn Íslands í Bandaríkjunum, Brasilíu, Chile, Panama og Venesúela, auk fulltrúa íslenskra fyrirtækja og verkefnisins Iceland Naturally. Aðalræðumaður ráðstefnunnar er Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sjá hjálagða dagskrá.
Í framhaldi af ráðstefnunni stendur Iceland Naturally fyrir umfangsmikilli Íslandskynningu í Baltimore helgina 4.- 5. október í tengslum við hið árlega Fells Point Fun Festival. Meðal viðburða má nefna tónleika tveggja íslenskra hljómsveita, Vinýls og Tríós Björns Thoroddsen, auk þess sem Hilmar B. Jónsson og Siggi Hall matreiðslumeistarar munu kynna íslenskan mat og vatn. Áætlaður fjöldi gesta á Fells Point Fun Festival er um 700 þúsund manns.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 2. október 2003.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta