Utanríkisráðherra opnar nýtt fraktflughlað á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 2. október
Nr. 103
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra mun í dag formlega opna nýtt 19 þúsund fermetra fraktflughlað á Keflavíkurflugvelli.
Á síðustu árum hefur mikil aukning verið í fraktflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Vöruflutningar voru samtals tæp 42 þúsund tonn á síðasta ári. Þar af var útflutningur um 25 þúsund tonn og hefur rúmlega tvöfaldast á sjö árum.
Búist er við áframhaldandi aukningu í fraktflugi frá Keflavíkurflugvelli á næstu árum og hafa fyrirtækin Flugleiðir og Vallarvinir reist sérhæfðar fraktmiðstöðvar í þeim tilgangi að bæta þjónustu við útflytjendur. Fraktflughlaðið mun bæta vörumeðhöndlun með betri tengingu við fraktmiðstöðvarnar og verður hægt að þjónusta allt að fjórar vöruflutningavélar á flughlaðinu samtímis.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 2. október 2003.