Hoppa yfir valmynd
3. október 2003 Utanríkisráðuneytið

60 ára stjórnmálasamband Íslands og Rússlands

Nr. 106

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, skiptust í dag á bréfum, þar sem þess er minnst að 60 ár eru liðin frá stofnun stjórnmálasambands þáverandi Sovétríkja og Íslands.
Utanríkisráðherrarnir rifja upp mikilvæg viðskiptatengsl Íslands og Sovétríkjanna um langt skeið, en á sjötta, sjöunda og áttunda áratugunum, voru Sovétríkin einn stærsti viðskiptaaðili Íslands.
Ráðherrarnir fagna báðir góðri samvinnu ríkjanna, bæði tvíhliða og á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra Íslands gerir sérstaklega að umtalsefni ágætt samstarf við Rússland sem nú fer fram á vettvangi Sameiginlegs ráðs Atlantshafsbandalagsins og Rússlands og leggur áherslu á að stofnun ráðsins á s.l. ári hafi verið sögulegt skref í samskiptum Atlantshafsbandlagsins og Rússlands.
Að lokum fjallar utanríkisráðherra um góð tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands, segir þau byggja á traustum grunni sem gefi tilefni til að efla og þróa frekar farsæl samskipti ríkjanna tveggja.
Afrit af bréfi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra til Igors Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands fylgir.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 3. október 2003.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta